145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:46]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. RÚV-málið afhjúpar kreppu Alþingis og stjórnmálanna og leiðtogaskort. Fólk sem við kusum í stjórn Ríkisútvarpsins hefur staðið saman um málefni þess en þegar málefnin koma frá þeim og hingað inn í þennan sal þá klofna fylkingarnar, þá verður sundrungin og niðurrifið. Það verður ekki skrifað á reikning annarra en formanna stjórnarflokkanna sem ekki hafa leiðtogahæfileika til að styðja sína eigin menn og tryggja einingu í þessum sal með sama hætti og verið hefur í stjórn Ríkisútvarpsins.

Ég segi að sjálfsögðu já.