145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:55]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Það er íslensk menning og íslenskir listamenn sem hafa borið hróður þessarar þjóðar um gervalla heimsbyggðina og eru sameiningartákn okkar ásamt íslensku tungunni. Ríkisútvarpið er ein af lykilstofnunum gagnvart bæði íslenskri menningu og tungu. Ríkisútvarpið er útungunarstöð íslenskrar menningar. Hún er uppeldisfabrikka íslenskrar menningar og hún er líka miðstöð varðveislu íslenskrar menningar, sérstaklega þegar kemur að íslenskri tónlist. Það að standa ekki á bak við Ríkisútvarpið og gera ekki tilraun, eins og hér er gerð, til þess að koma í veg fyrir stórkostlegar breytingar eða kollsteypur á þeirri starfsemi er blátt áfram sorglegt ef ekki hreinlega glæpsamlegt. Ég segi já.