145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:56]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Um leið og ég geri grein fyrir atkvæði mínu þá geri ég verulegar athugasemdir við fundarstjórn forseta eftir atkvæðaskýringu hv. þm. Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur.

Virðulegur forseti. Ríkisútvarpið hefur úr að spila á fjárlögum tæpum 3,5 milljörðum fyrir utan auglýsingatekjur. Þar starfa að ég held um 220–230 manns. Ef Ríkisútvarpið er komið svo að fótum fram að lækkun útvarpsgjalds um 1.400 kr. fellir Ríkisútvarpið með rótum er það nú þegar afar illa statt. (Gripið fram í: Það er það.) Ég hef talað um dreifikerfið sem keypt var sem er á ábyrgð stjórnar Ríkisútvarpsins. Mér finnst ekki að sá arfavitlausi samningur sem þá var gerður upp á 4 milljarða eigi að bitna á skattfé almennings. Það átti ekki að gera þennan samning. Ég segi nei.