145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:02]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er mér hreint óskiljanlegt að ríkisstjórnin hafi ekki notað tækifærið til að lækka tryggingagjaldið. Framlög í Atvinnuleysistryggingasjóð hafa lækkað. Samt sem áður lækkar tryggingagjaldið ekki nema eitthvað pínupons, ef ég má orða það þannig. Framlög úr Fæðingarorlofssjóði hækka ekki. Þetta er algerlega óskiljanlegt. Tryggingagjaldið er það gjald sem kemur þyngst niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru vaxtarbroddarnir í þessu þjóðfélagi, vaxtarbroddarnir til að byggja hér upp farsælt og öflugt atvinnulíf þannig að við þurfum ekki að treysta á einungis fáar stoðir í þeim efnum.

Ég er algerlega hneyksluð og reyndar steinhissa á því að ríkisstjórnin noti ekki tækifærið til að lækka þetta gjald. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)