145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:09]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að vona að ég sé á réttum stað. Þetta eru um 75 millj. kr. til … (Gripið fram í: Nei, nei.) — Jæja, ég segi þetta bara samt. Þegar kemur að þeirri atkvæðagreiðslu vil ég vekja athygli á þeim fáránlegu skilyrðum, eða hvað það er sem fjárlaganefnd kemur á framfæri, um að efna eigi hér til samkeppni eftir einhverjum 100 ára gömlum tillögum þáverandi byggingameistara ríkisins.