145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Á maður að skilja það svo að það sem stendur í greinargerð meiri hlutans hafi enga þýðingu? (Gripið fram í: Já.) Það finnast mér mjög merkileg tíðindi. En ég var að frétta að húsnæðis Hjálpræðishersins væri að fara á markað. Ég legg til að þessar 75 millj. kr. verði þá notaðar í fyrstu útborgun í því húsnæði. Það væri miklu praktískara, í staðinn fyrir að reyna að byggja upp eitthvert hús út frá teikningum frá 1918.

Mér finnst mjög alvarlegt og mér finnst að þingmenn meiri hlutans ættu að hafa það í huga að hér er sett fram greinargerð og útskýrt hvað nota á þá peninga í sem eru á þessum útgjaldalið, en síðan þýðir það bara ekki neitt, það var ekkert að marka það. Ég vona í það minnsta að hv. forsætisnefnd taki þá ekkert mark á greinargerð fjárlaganefndar um fjárlögin.