145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Embætti umboðsmanns Alþingis er eitt það mikilsverðasta í landinu. Hann á meðal annars að tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins og hann á að sjá til þess að stjórnsýsluhættir séu vandaðir og jafnræði sé haft í stjórnsýslunni.

Á síðasta ári sýndi það sig vel hvað skiptir miklu að umboðsmaður geti ráðist í frumkvæðisathuganir. Þess vegna er hér lagt til að veita 15 millj. kr. í það embætti með sérstaka áherslu á að umboðsmaður geti sinnt hlutverki eins og hann gerði á síðasta ári. Við leggjum það til og greiðum því atkvæði með þessu ákvæði. Ég vil geta þess um leið að við munum greiða atkvæði gegn þeirri lækkun sem hv. fjárlaganefnd leggur til að lögð verði á þetta embætti og er næsti liður í atkvæðagreiðslunni.