145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:24]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Hér er enn eitt dæmið um títtnefnt fortíðarblæti hæstv. forsætisráðherra þegar endurvakið er … (VigH: … vera kurteis.) Hv. þm. Vigdís Hauksdóttir er að segja mér að vera kurteis. Ég frábið mér leiðsögn hennar í þeim efnum hér í þingsal. Húsameistari ríkisins er úrelt, gamalt embætti sem hæstv. forsætisráðherra finnur sig í, í anda þessa fortíðarblætis að endurreisa innan ráðuneytis síns og falla nýjar 100 milljónir til þess arna. Ég legg það hérna inn hjá hæstv. ráðherra hvort ekki sé rétt að endurvekja embætti Íslandsmálaráðherra í tilefni af einhverju. Það gæti verið sniðugt og er í anda þess sem hér er rætt, eins og með Guðjón Samúelsson og húsameistara ríkisins og svo framvegis, að menn horfi bara hiklaust til fortíðar með öll mál.