145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:29]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Er engin innstæða fyrir öllum loforðunum í París? Við ákváðum að styðja það og vera meðal þeirra þjóða sem ætla að vinna að því að hiti hækki ekki meira en eina og hálfa gráðu. Er engin innstæða fyrir þeim loforðum? Sögðum við þetta bara til að líta vel út í París? Ég skil ekki af hverju ákveðið var að falla frá þessari þingsályktunartillögu um græna hagkerfið því að þingmenn úr öllum flokkum voru á henni. Hver einasti þingmaður hér í þinghúsinu var með á þeirri tillögu. Það var að minnsta kosti ekkert mótatkvæði. Mér finnst það undarlegt að eina ástæðan fyrir því að ákveðið er að falla frá þessari stefnu um græna hagkerfið er sú að tillagan var unnin á síðasta kjörtímabili. Mikið finnst mér dapurlegt að sjá að sá vegvísir sem við fundum í París er að engu gerður í þessari atkvæðagreiðslu.