145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:38]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Það er ástæða til að hafa verulegar áhyggjur af framhaldsskólastiginu. Við getum ekki verið þekkt fyrir að vera bæði á framhaldsskólastigi og háskólastigi undir meðaltali OECD-ríkjanna þegar kemur að framlögum.

Ég vil beina því til hæstv. menntamálaráðherra að lesa rækilega skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í fyrra um stöðu framhaldsskólanna. Mér finnst sú lesning gefa tilefni til að ráðherra beiti sér í auknum mæli og setji meira fé í framhaldsskólana. Hann veit vel að staða þeirra er mjög þröng. Mér finnst það ekki ásættanlegt.