145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:40]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegi forseti. Hér er gerð tillaga um að hækka verulega framlög til íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Fjárframlög í þennan lið hafa lækkað um vel yfir helming, uppreiknað, frá hruni. Nú er svo komið að það er orðið verulega hamlandi fyrir innflytjendur að sækja sér íslenskukennslu til þess að geta orðið virkir og ánægðir þegnar í íslensku samfélagi. Þetta er hneisa fyrir okkur sem viljum og þurfum að fjölga Íslendingum og taka vel á móti þeim sem hér vilja búa.

Ég vil benda á að annars staðar á Norðurlöndum er slíkt nám greitt að fullu en hér þarf innflytjandinn sjálfur að greiða sífellt hærri hluta af kostnaðinum þannig að tillagan er fyrsta skref að leiðréttingu í mikilvægu máli.