145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:48]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er auðvitað að ákveðnu leyti vísbending um það hvers lags upphæðir eru þarna á ferðinni þegar lántakendum hjá LÍN snarfækkar svona. Ég held að það hefði verið meiri bragur á því ef menn hefðu tekið þessa upphæð og notað hana til að hækka frekar framfærsluna vegna þess að hún er allt of lág. Námsmenn geta ekki lifað af þessu. Á sama tíma eru menntamálayfirvöld að hvetja til þess að fólk fari hraðar í gegnum menntakerfið og í gegnum háskóla.

Virðulegi forseti. Það fara ekki saman upphæðirnar sem greiddar eru til framfærslu hjá LÍN og síðan stefnumörkun stjórnvalda um að fólk fari sem hraðast í gegnum menntakerfið. Þetta þarf að taka til skoðunar og eðlilegra hefði verið að nota þessa fjármuni til þess að hækka framfærsluna hjá lánasjóðnum.