145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:00]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Ég hef oft furðað mig á ákvörðunum sem núverandi ríkisstjórn hefur tekið, en ég held að ekkert hafi komið jafn mikið á óvart og þegar ríkisstjórnin skar niður sóknaráætlun landshluta í fyrsta fjárlagafrumvarpi sínu.

Þetta er ótrúlega gott verkefni, tók langan tíma að þróa það, þetta er rétti farvegurinn til að beina fjármunum í og miklu betra en við sjáum í breytingartillögu meiri hlutans þar sem ekki er farið eftir neinum sérstökum verkferlum og ákvarðanatökur eru ógagnsæjar. Ég gef mér það að hv. stjórnarliðar sem eru ekki hér til að hlusta á þetta hafi bara þurft að fara á klósettið, en mér finnst þetta vandræðalegt. Það er vandræðalegt að ríkisstjórnin skuli ekki setja almennilegan pening í sóknaráætlun landshluta. Það er eiginlega óskiljanlegt, virðulegi forseti.