145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:17]
Horfa

iðnaðar- og viðskiptaráðherra (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að samþykkja 150 millj. kr. aukningu til rannsókna í ferðaþjónustu. Eitt af því sem kom fram og varð glögglega ljóst í vinnu við gerð Vegvísisins var að skortur var á áreiðanlegum gögnum til þess að taka stefnumótunina áfram til lengri tíma. Við því er verið að bregðast núna og bæta úr. Þessar 150 millj. kr. fara inn á lið í ráðuneytinu hjá mér til að byrja með á meðan verið er að kanna og fara vel yfir það innan stjórnstöðvarinnar hvaða rannsóknir er verið að framkvæma hér og þar, bæði í stjórnkerfinu og í menntastofnunum, m.a. þeirri sem hv. þingmaður nefndi. Ákveðið var að setja þetta ekki á einhverjar ákveðnar stofnanir, eins mætar og góðar og þær kynnu að vera, fyrr en það lægi fyrir hvaða (Forseti hringir.) rannsóknir við þyrftum að gera. Það mun liggja fyrir í upphafi árs.