145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:24]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Minni hlutinn leggur til að varið verði 200 millj. kr. til þess að sporna gegn og vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Fénu er dreift hlutfallslega á lögregluembættin og ríkissaksóknara eins og fram hefur komið. Lögreglan er of fáliðuð og það hefur margsinnis komið fram í þingnefndum og einnig hér í þingsal. Við verkefni hennar hafa bæst þung verkefni og tengjast mörg hver meðal annars fjölgun ferðamanna. Hættan er sú að slík verkefni eins og það sem við ræðum um hér sitji á hakanum þegar þung mál koma upp er varða t.d. ferðamenn eins og við þekkjum, dauðsföll, slys o.s.frv., og lögreglumönnum fjölgar ekki. Það er því afar mikilvægt að þingheimur samþykki tillöguna, (Forseti hringir.) en ég sé að þingheimur ætlar ekki að samþykkja þessi fjárútlát. Það er miður.