145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:25]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Mér þykir dapurlegt að sjá þau skilaboð sem hér er verið að senda. Fyrrverandi innanríkisráðherra lagði til fjármuni í þetta verkefni og því er ekki lokið, því miður. Tölfræðin um kynbundið ofbeldi er sláandi og sýnir fram á að stór hluti kvenna á Íslandi er brotaþolar slíks ofbeldis og stór hluti ungra stúlkna verðandi brotaþolar. Þess vegna leggur stjórnarandstaðan til 200 milljónir til að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til þess að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn og tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota. Það er mjög mikilvægt að styrkja lögregluna, ákæruvaldið, tryggja menntun fagstétta og allra þeirra sem veita brotaþolum þjónustu og koma á réttarúrræðum þeim til handa.

Virðulegi forseti. Ég trúi því ekki að þingheimur treysti sér ekki til þess að styrkja lögregluna og ríkissaksóknara til góðra verka í þágu kynbundins ofbeldis. Hafa byltingarnar sem hér hafa verið ríkjandi á árinu og í fyrra engin (Forseti hringir.) áhrif haft á þingmenn, virðulegi forseti?