145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:30]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Þarna er verið að leggja til að 400 milljónir fari til löggæslunnar í landinu. Hæstv. innanríkisráðherra hefur talað um að mikilvægt sé að þær verði notaðar til að dekka verkefni sem lúta að fjölgun ferðamanna og landamæravörslu. Nú vill svo til að embættin eru misvel stæð. Rétt tæpar 400 milljónir eru uppsafnaður hallarekstur. Ef á að nýta þessa peninga til að greiða upp hallann munu þeir ekki nýtast til að fara í þau brýnu verkefni sem þarf að fara í á árinu 2016.

Hv. stjórnarþingmenn voru að fella 200 millj. kr. framlag til að lögreglan gæti unnið gegn kynbundnu ofbeldi. (Gripið fram í: Nei.) Þessar 400 milljónir munu ekki nægja til að leggja löggæslunni nægilegt lið og íbúunum í landinu.