145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:10]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Það hryggir mig mjög að sjá hér dreifbýlisþingmenn taka ekki undir það að setja hálfan milljarð í ljósleiðaradæmi, ég á bara ekki til orð, þetta mikilsverða mál þar sem þó nokkur sveitarfélög eru (Gripið fram í.) tilbúin með áætlun, búin að láta bjóða út og bíða bara eftir að komast í gang. Nei, nei, þá koma hv. þingmenn sem hafa þóst sýna þessu mikinn áhuga (Gripið fram í.) og taka ekki þátt í dæminu. Auðvitað hefði verið gott að hafa meiri pening. En það vantar í svo mörg mál, heilbrigðismál, vegamál, hafnamál og öldrunarmál. (Forseti hringir.) Það vantar svo víða. En hvað varðar þetta fyrsta skref, að menn séu ekki tilbúnir að vera samferða, það finnst mér alveg með ólíkindum.