145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Við í minni hlutanum höfum staðið hér dagana langa til þess að berjast fyrir kjaraleiðréttingu öryrkja og eldri borgara. Með þessum tillögum leggjum við til að jafnaði 35 þús. kr. hækkun á mánuði fyrir þá sem treysta alfarið á greiðslur frá almannatryggingum til framfærslu sinnar, fyrir utan þá tillögu okkar í fjáraukanum að tæplega 200 þús. kr. eingreiðsla komi til sem kjaraleiðrétting aftur til 1. maí 2015.

Á tillögum okkar og tillögum meiri hlutans er 350 þús. kr. munur. Þótt sumum hér inni finnist 350 þús. kr. ekki miklar fjárhæðir þá samsvarar það einum og hálfum mánaðartekjum þeirra sem reiða sig alfarið á almannatryggingar.

Ég heiti og skora (Forseti hringir.) á þá þingmenn meiri hlutans sem láta sig jöfnuð varða að tryggja öllum á Íslandi eðlilega kjaraþróun og styðja þessar tillögur okkar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)