145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:27]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Þessi ríkisstjórn hefur alið á væntingum alveg frá því að hún tók til starfa og talar eins og nægir peningar séu til. Það er reyndar til slatti af peningum. Þessi ríkisstjórn ákvað að setja 90 milljarða í tilviljunarkennda niðurgreiðslu á verðtryggðum fasteignalánum. Við erum ekki að tala um 90 milljarða hér, við erum að tala um nokkra milljarða sem bæta kjör þeirra sem verst standa. Það er pólitísk forgangsröðun og við sjáum þá bara hvar ríkisstjórnin stendur í því máli. Við erum ekki sammála þessu og reyndar held ég að stjórnvöld muni bæta kjör ellilífeyrisþega og öryrkja á næsta ári, en þau munu gera það á sínum forsendum og ég ætla að leyfa mér að trúa því að við í þessum þingsal höfum haft einhver áhrif þar á. Ég segi já.