145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:38]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Hér leggjum við í stjórnarandstöðunni til að aldraðir og öryrkjar séu jafn settir og aðrir launþegar í landinu. Það er okkur sem þjóð til skammar hvernig þessir hópar hafa dregist aftur úr og að nú eigi að hýrudraga þá í samanburði við aðra launamenn í landinu um leiðréttingu átta mánuði aftur í tímann.

Mér finnst með ólíkindum þegar hæstv. fjármálaráðherra kemur hingað og dregur það fram að stjórnarandstaðan með stefnu sinni í ýmsum málum — ég skildi hann þannig að vegna þess að ekki væri virkjað nógu hratt og ekki byggðar nógu margar stóriðjur þá drægist að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Hversu lágt geta menn lagst í málflutningi til að réttlæta það að þessir hópar eru alltaf afgangsstærð í þjóðfélaginu? Er ekki kominn (Forseti hringir.) tími til að við sýnum þessu fólki virðingu og látum það ekki lifa á 190 þús. (Forseti hringir.) kr. á mánuði? Hver gerir það hér inni?

Ég segi já. (Gripið fram í.)