145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:59]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Við höfum nýlokið við að greiða atkvæði um að hækka bætur til elli- og örorkulífeyrisþega og upphæðirnar á þeim liðum hlupu á milljörðum. Upphæðin á þessari breytingartillögu er 20 millj. kr., en það er engu að síður töluvert mikil hækkun til Fjölmenningarseturs á Ísafirði. Fjölmenningarsetrið er mjög mikilvæg stofnun. Það er í raun helsta stofnunin í dag sem veitir leiðbeiningu, ráðgjöf til einstaklinga, stofnana, sveitarfélaga og svo framvegis í málefnum innflytjenda og hefur sömuleiðis skyldur til þess að fylgjast með málaflokknum og veita fræðslu til almennings. Þetta er málaflokkur sem setið hefur eftir hjá okkur, það hefur að raungildi sigið niður í fjárhæðum. Þess vegna er hér gerð tillaga til þess að bæta hressilega í til þess að stofnunin geti staðið undir lögbundnum skyldum sínum.