145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:01]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið hér og koma upp þó að klukkan sé að verða 10 og þakka sérstaklega fyrir það framlag sem fer til Vinnueftirlitsins. Atvinnulífið er nú að taka verulega við sér. Vinnuaðstaða Vinnueftirlitsins sjálfs hefur hins vegar alls ekki verið nógu góð. Þetta framlag mun skipta miklu máli til þess að tryggja því betra húsnæði og ekki hvað síst, sem ég tel mjög mikilvægt sem ráðherra annars málaflokks, mun fatlað fólk líka hafa möguleika á að komast inn hjá Vinnueftirlitinu.