145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:08]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill bara árétta og nefna það við hv. þingmenn sem gera grein fyrir atkvæði sínu hér á eftir að greina frá því með skýrum hætti hvernig þeir greiða atkvæði. Forseti telur sig nú í flestum ef ekki öllum tilvikum geta nokkuð lesið í það, en til að rétt sé rétt er forseta frekar illa við að taka völdin af þingmönnum og greiða fyrir þá atkvæði með því að nota smáorðin já og nei. Þetta er bara til góðfúslegrar áminningar.