145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:13]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Mér þykir heldur ómaklegt að saka minni hlutann hér um popúlisma þegar hann er einvörðungu að endurtaka og reyna að koma til móts við þær beiðnir sem komið hafa frá lækna- og hjúkrunarsamfélaginu. Í yfirlýsingu frá læknaráði og hjúkrunarráði Landspítalans, sem Reynir Arngrímsson og Guðríður K. Þórðardóttir skrifa undir, kemur fram að ekki verði undan því skorist að sinna viðhaldi og endurnýjun á starfsstöð og húsnæði spítalans sem vanrækt hefur verið um langt árabil vegna fjárskorts og að ekki verði séð að í núverandi frumvarpi að fjárlögum sé gert ráð fyrir þessum mikilvægu liðum með fullnægjandi hætti. Er þetta fólk þá líka popúlistar? Eru allir sem biðja um meiri pening til að sinna mikilvægu viðhaldi fyrir spítalann okkar popúlistar?

Ég segi já.