145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:21]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F):

Virðulegi forseti. Ég get ekki greitt atkvæði gegn þessari tillögu. Ég tel að þó að tilefni sé til að kanna rekstur spítalans og sjá hvar hægt er að gera betur, ef það er hægt, þá sé það hafið yfir allan vafa að við þurfum að leggja meira í, hvort sem það er gert með þeim hætti að hér séu lagðir til 2,8 eða 3 milljarðar eða eitthvað slíkt. Afgangur af fjárlögunum er 10 milljarðar. Það verður hugsanlega enn meiri afgangur þegar arðurinn kemur frá bönkunum þannig að ég held að ef við gerum eitthvað fyrir 3. umr. þá verði að skoða þetta betur. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)

Ég greiði ekki atkvæði.