145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:32]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf):

Hæstv. forseti. Hér gerir minni hlutinn tillögu um aukna fjárveitingu til Landspítalans, m.a. 1.400 millj. kr., eins og Landspítalinn segir að vanti, til viðhalds og nýframkvæmda. Má ég minna þingmenn á það að á Landspítalanum – háskólasjúkrahúsi, þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga, hefur greinst mygla og myglusveppur? Má ég minna á að Grensásdeild heldur ekki vatni?

Það vantar 1.040 millj. kr. til að mæta almennri aukningu og eftirspurn sem er árleg aukning, það vantar 400 millj. kr. til að halda áfram uppbyggingu tækjakosts og það vantar 400 millj. kr. til að mæta kostnaði af nýjum kjarasamningi lækna sem hæstv. fjármálaráðherra gerði fyrir hönd ríkissjóðs vegna þess að sú upphæð er vanáætluð í fjárlögum og það er reyndar sagt í meirihlutaáliti um fjárlagafrumvarpið og tillögum meiri hlutans.

Það vantar að gera betur við þjóðarspítalann okkar og þessi (Forseti hringir.) tillaga er í þá átt. Þess vegna eigum við að sameinast um að bæta því til hans. Ég segi já.