145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:39]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F):

Virðulegi forseti. Það er alveg með ólíkindum að þeir ágætu þingmenn, félagar mínir í minni hluta fjárlaganefndar sem eru búnir að setja Íslandsmet í að hneykslast á okkur í meiri hlutanum þar sem við komum til móts við þarfir 42 sveitarfélaga sem komu í heimsókn, en fulltrúar þeirra hafa komið með ákall um brýnar þarfir í sínum málum og þar höfum við verið að liðka til og komið með tiltölulega litlar upphæðir — sama fólk kemur svo hér og ætlast til þess að við skverum út tæpum 3 milljörðum sisvona af því að það kemur ákall frá forstjóra Landspítalans. Er eitthvað óeðlilegt við það þótt við viljum afla frekari gagna, við viljum kanna málið frekar? Við viljum bara fá nánari upplýsingar og gera greiningu á spítalanum. (Gripið fram í.) Við erum að setja 50 milljarða í spítalann og er eitthvað óeðlilegt við það þótt við könnum málið betur? Svo tökum við stöðuna þá. Ég segi nei.