145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:44]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Við í Samfylkingunni fögnum þessari viðbót til að mæta biðlistum og munum styðja þessa tillögu. Biðlistar voru þegar farnir að lengjast þegar brast á með endurteknum verkföllum í heilbrigðiskerfinu sem stóðu yfir í hartnær ár hjá mismunandi hópum. Ríkisstjórninni tókst að vera í stríði við nánast allar heilbrigðisstéttir landsins á yfirstandandi ári og árinu þar áður og þetta er nauðsynlegt framlag til að vinna á þeim biðlistum sem þá sköpuðust.

Við vonum að þetta sé nægilegt til að tryggja að fólk fái heilbrigðisþjónustu innan ásættanlegra marka í framtíðinni.