145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:53]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um að bæta úr húsnæðismálum geðfatlaðs fólks. Staðan er því miður þannig að fólk getur ekki útskrifast t.d. af geðdeild Landspítalans vegna þess að það vantar húsnæði. Þetta er auðvitað gríðarlega mikilvægt því að grundvöllur þess að geta verið þátttakandi í samfélagi er að hafa húsnæði og þess vegna styð ég þessa tillögu og vona svo sannarlega, það lítur reyndar ekkert allt of vel út, að hún hljóti brautargengi. Ég er þess fullviss að þetta mál mundi verða til að bæta ekki bara aðstöðu geðfatlaðra heldur væri það hreinlega samfélagsbætandi.