145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[22:56]
Horfa

Silja Dögg Gunnarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég er hér komin upp til að fagna sérstaklega lið 88, þ.e. 75 millj. kr. til viðbótar við rekstur öldrunarstofnana. Hér er um að ræða aukið fé til rekstrar minni hjúkrunarheimila víða um landið. Eins og við vitum þá vantar hjúkrunarrými um allt land. Hagkvæmustu einingarnar eru að ég held 30 eða fleiri rými. Engu að síður viljum við ekki að fólk sé flutt búferlaflutningum um mörg hundruð kílómetra þannig að það er mjög mikilvægt að við pössum upp á rekstur minni hjúkrunarheimila um allt land. Það er því mjög gott að sjá þessa tölu hér, þessa viðbót. Heildarupphæðin núna er 436 millj. kr. sem er gott.