145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:03]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að hér sé verið að gefa vel í til heilbrigðisstofnana, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsvísu. Verið er að styrkja heilbrigðisstofnanir og heilsugæslu sem fyrsta viðkomustað sjúklinga, m.a. til að létta álaginu á okkar mikilvæga og stóra þjóðarsjúkrahúsi sem Landspítalinn – háskólasjúkrahús er. Í þessum tillögum má meðal annars sjá að gerð er tillaga um 100 millj. kr. tímabundið framlag til reksturs heilbrigðisstofnana sem verður skipt samkvæmt ákvörðun ráðherra. Jafnframt verð ég að taka fram að gerð er tillaga um 20 millj. kr. framlag til að fjölga hvíldarrýmum við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga, þar sem rýmum er fjölgað um þrjú og stöðugildum um þrjú sem er afar mikilvægt fyrir þá stofnun.