145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:19]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er talað um að ríkisstjórnarflokkarnir skilji ekki samspil bóta og launa. Það er alrangt því að bótavæðingarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstri grænir, sem voru hér við völd á síðasta kjörtímabili og tæmdu meira og minna alla þessa bótasjóði, hamra nú á því að ríkisstjórnin eigi að setja þarna inn meiri pening. Bætur virka nefnilega þannig, virðulegi forseti, þessar tekjutengdu bætur, (Gripið fram í.) eins og vaxtabætur, húsaleigubætur, barnabætur … (Gripið fram í.) Sem betur fer … (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Hv. þingmaður hefur orðið. Forseti hefur margoft beðið um að þingmenn sem gera grein fyrir atkvæði sínu og hafa til þess eina mínútu fái til þess næði.)

Sem betur fer eru útgjöld ríkisins að minnka hratt í þessa fjárlagaliði vegna þess að tekjur hafa hækkað svo í samfélaginu og þær skerðast fyrst og fremst ofan frá en ekki neðan frá. (Forseti hringir.) Það er nú allur misskilningurinn sem hinir svokölluðu bótaflokkar landsins tala um að sé hjá okkur. (Gripið fram í.) Þetta er allt saman tekjutengt. (Gripið fram í.) Hvers vegna eiga vel stæðir foreldrar (Forseti hringir.) sem hafa háar tekjur að fá barnabætur frá ríkinu? Hvers lags rugl er þetta eiginlega?