145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:21]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mér finnst ótrúlegt að heyra að formaður fjárlaganefndar segi beinlínis að ekki eigi að styðja við barnafjölskyldur í landinu. Að ekki eigi að hafa barnabætur eða vaxtabætur. Mér finnst (Gripið fram í.) (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) alveg ótrúlegt að heyra slíkan málflutning. Ég verð bara að segja að þegar formaður fjárlaganefndar, hv. þm. Vigdís Hauksdóttir, lítur svo á að þeir sem eru með 270 þús. kr. í tekjur á mánuði séu hálaunafólk ætti viðkomandi þingmaður kannski aðeins að hugsa sinn gang. Slík laun mundu seint teljast vera háar tekjur. Mér finnst mjög slæmt að heyra að það sé viðhorf Framsóknarflokksins því að það er ljóst að enginn munur er nú á milli Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Við erum bara með einn Sjálfstæðisflokk á þingi. (Gripið fram í.)