145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:25]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögu felst að fjármagn er lagt í loftslagssjóð til þess að gera okkur kleift að mæta skuldbindingum Íslands og gera Íslandi kleift að leggja eðlilegan skerf af mörkum í glímunni við loftslagsvána. Það er mikilvægt verkefni, ekki síst í ljósi nýafstaðinnar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Við höfum heyrt falleg orð af hálfu stjórnvalda en ekki miklar útfærslur. Hér er gert ráð fyrir að fé verði veitt til loftslagssjóðs til alvöruaðgerða á þessu sviði.