145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:52]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Svo það sé sagt þá er hér tillaga, liður 2.16, sem ekki hefur verið kostnaðargreind en svo það sé sagt algerlega skýrt þá erum við að hugsa um borgina okkar. Það segir sig sjálft að það væri afskaplega æskilegt ef við sæjum einhverja aðra mynd á starfseminni í Tollhúsinu, þar væru til dæmis verslanir en ekki sú starfsemi sem er þar í dag. [Kliður í þingsal.] Ég held að menn eigi að skoða það af fullri alvöru. Það er ekki sjálfgefið … (Forseti hringir.) Það er ekki sjálfgefið, virðulegi forseti, (Gripið fram í: Ertu í málþófi?) að hingað komi margir ferðamenn. Við sem höfum gert víðreist eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson sem hefur farið til útlanda, hann veit að þær borgir sem eru vinsælastar eru þær sem eru vel skipulagðar og sérstaklega þar sem eru skemmtilegar miðborgir. Við eigum að huga að því hér á hv. Alþingi (Gripið fram í.) og þess vegna eigum við að veita þessa heimild (Forseti hringir.) og ég hvet hæstv. ráðherra til að skoða þetta af fullri alvöru.