145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:55]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þetta var merkileg atkvæðaskýring vegna þess að hér er verið að framlengja ákvæði sem hefur verið í fjárlögum allt frá árinu 2011. Allt frá tíð fyrri ríkisstjórnar, var inni í fyrra og er inni núna. Ég ítreka það eins og áður hefur komið fram að 6. gr. fjárlaga er heimildargrein. Það er hvergi kveðið á um að fara skuli í það sem þar er leyft, (Forseti hringir.) kaup, sala, leiga eða hvað sem er. Þetta er heimildargrein. Ég hvet þingmenn til að samþykkja þetta þó að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu að reyna að þyrla upp smáryki.