145. löggjafarþing — 56. fundur,  17. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:00]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F):

Virðulegi forseti. Ég greiði atkvæði gegn því að hlutur okkar í Landsbankanum verði seldur. Ég tel að það sé ekki tímabært, það liggi ekkert á og það sé ekki hagfellt fyrir ríkissjóð af mörgum öðrum ástæðum. Ég held að það sé tækifæri fyrir okkur að eiga þennan banka og nota hann til að draga úr þeirri fákeppni sem er á bankamarkaði hér.

Ég hef haldið margar ræður um þetta mál og það væri algerlega úr stíl og öllum takti ef ég mundi greiða atkvæði með öðrum hætti en gegn því að þessi hlutur yrði seldur. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)