145. löggjafarþing — 56. fundur,  17. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:00]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F):

Virðulegi forseti. (Gripið fram í: Sama og Frosti.) Hér er um að ræða tillögu sem var sett inn í tíð síðustu ríkisstjórnar, söluheimild á Landsbankanum, rétt eins og hv. þm. Árni Páll Árnason kom inn á. Það er full ástæða til að haga málum með öðrum hætti nú en gert var á síðasta kjörtímabili þegar bankarnir voru afhentir til erlendra kröfuhafa af hálfu þeirra sem komu í atkvæðaskýringar áðan og báru upp þá tillögu að draga þessa heimild til baka. Þá afhentu Samfylking og Vinstri grænir kröfuhöfum föllnu bankanna Íslandsbanka (Gripið fram í.) og Arion banka, (Gripið fram í: Segja satt.) erlendum hrægammasjóðum. Það er full ástæða til þess nú að ráðast í það (Gripið fram í: … ríkisstjórn.) að aðskilja fjárfestingarbanka og viðskiptabanka. (Gripið fram í.) Það er líka full ástæða til þess að fara ofan í það með hvaða hætti við getum tryggt aðkomu samfélagsins og/eða almennings að eign í til að mynda Landsbankanum (Forseti hringir.) eða Íslandsbanka. (Gripið fram í.) En, virðulegur forseti, að taka við slíkum málflutningi frá sömu aðilunum og afhentu Íslandsbanka og Arion banka (Gripið fram í.) erlendum hrægammasjóðum — ég tek ekki þátt í leikaraskap hv. þm. (Forseti hringir.) Helga Hjörvars og hv. þm. Árna Páls Árnasonar. Þeirra saga dæmir sig sjálf. [Frammíköll í þingsal.]