145. löggjafarþing — 56. fundur,  17. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:02]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P):

Virðulegi forseti. Ég hugsa að sumir hv. þingmenn … [Háreysti í þingsal.] Afsakið. Ég held að sumir hv. þingmenn hefðu gott af því að lesa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis þar sem kemur skýrt fram aðdragandi og orsakir bankahrunsins sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn áttu góðan þátt í. (Gripið fram í: Og blessuð Samfylkingin.) — Nei, 2001–2003 … [Hlátur í þingsal.] (Gripið fram í: … Samfylkingunni.) (Gripið fram í: Hlustið bara.) [Frammíköll í þingsal.] Má ég fá hljóð? (Gripið fram í: Forsætisráðherra …)

Ég ætla að sitja hjá.

Ég vil gagnrýna framkomu hæstv. forsætisráðherra gagnvart mér, takk fyrir.

Mig langar til að benda á að heimildargrein þarf ekkert endilega að vera hættuleg. Hins vegar snýst þetta um traust. Ég tel okkur ekki hafa það traust eins og stendur til að einkavæða bankana. Ég tel það ekki tímabært. Við þurfum að líta til þess hvernig þetta var gert annars staðar. Það er rétt sem hefur komið hér fram að bankar víðs vegar á Norðurlöndunum eru ekki endilega í ríkiseigu, hins vegar er búið að taka 25 ár að einkavæða þá, ekki þrjú eins og við gerðum í síðustu einkavæðingu. (ÁsmD: Eða eitt eins og hjá Samfylkingunni.) Það var einn banki. (Forseti hringir.)

Afsakið, ég sit hjá.

Lesið þessa skýrslu. (RR: Búin að því.) (Gripið fram í.)