145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:18]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseta hefur borist dagskrártillaga sem er svohljóðandi:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar, í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga, að fyrstu mál á dagskrá næsta fundar verði eftirfarandi þingmál:

1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.

2. Húsnæðisbætur (heildarlög), stjfrv. félags- og húsnæðismálaráðherra, 407. mál, þskj. 565, 1. umr. Ef leyft verður.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf rita Árni Páll Árnason, Katrín Jakobsdóttir, Óttarr Proppé og Helgi Hrafn Gunnarsson.