145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:34]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við vitum öll að dagskráin hefur riðlast töluvert mikið. Því finnst mér allt í lagi og í raun og veru tel ég engar annarlegar forsendur vera fyrir því að taka húsnæðismál félagsmálaráðherra fram fyrir þannig að þau geti farið í hið hefðbundna ferli, umsagnir og annað.

Við vitum öll að Þróunarsamvinnustofnun verður kláruð fyrir áramót. Það er alveg næstum því öruggt miðað við hvernig dagskránni vindur fram hér. Þetta var í raun tilraun okkar til þess að sýna ákveðna velvild gagnvart húsnæðismálunum af því að margir bíða eftir því að þau verði afgreidd, og liggja annarlegar hvatir þar að baki.