145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:48]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hv. ríkisstjórn og sér í lagi hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra hefur talað mikið um nauðsyn þess að koma með frumvörp um breytingar á húsnæðismarkaði og þá sér í lagi að koma með breytingar sem mundu bæta kjör leigjenda. Þessi mál koma gríðarlega seint fram og hér er viðleitni okkar til þess að þau komist framar á dagskrána til þess að þau geti fengið góða þinglega meðferð. Þess vegna styð ég þessa dagskrártillögu. En svo vil ég taka undir það sem hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði áðan, það liggja fyrir ítarlegar breytingartillögur við frumvarpið um Þróunarsamvinnustofnun og mig langar að hvetja hv. þingmenn til að kynna sér þær vegna þess að líkt og hv. þm. Össur Skarphéðinsson sagði þá eru þær í rauninni (Forseti hringir.) þannig að hæstv. ráðherra fær allt þar fram sem hann vill.