145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:51]
Horfa

Elín Hirst (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í utanríkismálanefnd í haust var kynnt samkomulag sem undirritað höfðu með stöfum sínum formenn þingflokka allra flokka á Alþingi eða fulltrúar þeirra, um að ÞSSÍ fengi ákveðna málsmeðferð í september. Þegar átti svo að inna menn eftir hvað þeir teldu að ætti að standa og þýða …[Frammíköll í þingsal.] Má ég klára?(Forseti hringir.) Hvað það væri sem fælist í þessu samkomulagi kom í ljós …

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsalinn. Hv. þingmaður hefur orðið.)

Í ljós kom að það voru mismunandi túlkanir á því í hverju samkomulagið ætti að felast. Þetta segir mér að hér í þinginu er ekki hægt að gera samkomulag án þess að það sé nákvæmlega niðurritað með texta um hvað það snúist. (Forseti hringir.) Menn skilja ekki orð á sama hátt. Nú er þetta aftur komið upp, nákvæmlega það sama. Menn töluðu um að eftir 2. umr. fjárlaga ætti þetta mál að fara á dagskrá aftur og núna eru áhöld um hvað menn voru að meina enn einu sinni. Ég hvet ykkur og okkur til þess að skrifa niður efni samkomulags. (Gripið fram í.)