145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:08]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér finnst gæta misskilnings hjá einhverjum þingmönnum í þessum sal, að láta eins og við viljum ekki ræða Þróunarsamvinnustofnun. Við viljum endilega gera það. En við viljum ræða málin sem fólkið er að hugsa um, eins og hv. þm. Hanna Birna Kristjánsdóttir leggur mikla áherslu á; við viljum ræða húsnæðismálin fyrst. Við erum að hjálpa hæstv. húsnæðismálaráðherra að koma nú málunum sínum loksins á dagskrá, (Gripið fram í.)því að félagar hennar í Framsóknarflokknum og félagar hennar í ríkisstjórn hafa tafið hana nógu lengi til þess. Það er það eina sem við viljum gera. Svo viljum við gjarnan ræða Þróunarsamvinnustofnun þar á eftir. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)