145. löggjafarþing — 57. fundur,  17. des. 2015.

dagskrá næsta fundar.

[11:13]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að taka undir með hv. þm. Silju Dögg Gunnarsdóttur um að þegar kemur að þróunarsamvinnu ætti umræðan auðvitað að snúast um það hvernig við getum hækkað framlög Íslands. Mér finnst það merkilegt að þingmenn sem mikið hafa talað fyrir mikilvægi þess að húsnæðismálin komist á dagskrá, skuli fyrst vilja taka mál sem þeir telja svo lítils vert að það snúist eingöngu um formbreytingu. Húsnæðisbætur, heildarlög, eru númer 9 á dagskránni í dag, en ég held hins vegar að allir viti að það kemst ekki til umræðu í dag því að það eru risamál þar á undan, eins og 3. málið(Forseti hringir.) sem eru ýmsar forsendur fjárlagafrumvarpsins. Við þurfum að ræða vel og ítarlega hvernig við ætlum að afla tekna til þess (Forseti hringir.) að fjármagna það sem við vorum að samþykkja eða fella í gær. Við verðum að setja húsnæðismálin framar.