145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[17:07]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vona að umræðan í þingsal um þessi mál hafi orðið til þess að það renni upp fyrir hv. þingmönnum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins að það sé ekki alveg rétt að búið sé að þvæla með tölurnar fram og til baka og það er ekki rétt þegar við skoðum krónutöluna. Annað sem haldið hefur verið fram af formanni fjárlaganefndar er að hlutfall öryrkja af íbúum Íslands séu 10% og það sé hærra en annars staðar á Norðurlöndunum. Það er rangt. (Gripið fram í.) Hlutfall öryrkja af íbúum 18–66 á Íslandi er 10% á meðan það er 11–14% annars staðar á Norðurlöndunum. Raunin er sú að hún er lægst hér en það hefur verið að fjölga í þeim hópi og auðvitað eigum við að skoða hvernig á því stendur og bregðast við því með stuðningi. (Forseti hringir.) Ég vil spyrja hv. þingmann hvort hann hafi ekki líka áhyggjur af því að formaður fjárlaganefndar fari enn með rangt mál hvað þetta varðar.