145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

fjáraukalög 2015.

304. mál
[17:14]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, það veit enginn, en eins og ég sagði áðan þá erum við ekki að spila eftir skoðanakönnunum akkúrat á líðandi stundu, það er dómur kjósenda sem sker úr um það hverjir verða við völdin 2018. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann geti ekki verið sammála mér um að það sé hagstæðara til lengri tíma að bæta þeim upp þessa afturvirku hækkun þannig að við hækkum prósentuna frá því sem hún var í frumvarpinu, úr 9,4% í 9,7%, þannig að í staðinn fyrir að skipta hækkuninni í tvennt og vera með lægri prósentu um áramótin er prósentan hærri þannig að á einhverjum tímapunkti (Forseti hringir.) er búið að vega þessa afturvirku hækkun upp. Getum við ekki verið sammála um að til lengri tíma sé hagstæðara að hafa hærri prósentu nú um áramótin en að hafa hana lægri?