145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

húsnæðisbætur.

407. mál
[20:16]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það er ágætt að vita að það hafi alla vega eitthvað verið skoðað hér og farið til Danmerkur til þess að skoða kerfið þar. Stundum þurfa kerfi að vera flókin annaðhvort til þess að ná markmiðum sínum eða til að vera sanngjörn. Mig langar að varpa því inn í umræðuna að flókin kerfi þurfa ekki í eðli sínu að vera slæm ef þau þjóna tilgangi sínum.

En af því að hæstv. ráðherra komst ekki yfir það í fyrra svari sínu að svara að því er varðar sérstöku húsaleiguna og sveitarfélögin, og þá kannski helst Reykjavík sem ekki borgar sérstakar húsaleigubætur til öryrkja, spyr ég: Var það tekið eitthvað til skoðunar við samningu þessa frumvarps?