145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

Seðlabanki Íslands.

420. mál
[22:16]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þessar ábendingar sem ég tel mjög brýnt að brugðist verði við í hv. efnahags- og viðskiptanefnd. Mig langar að spyrja þingmanninn, í ljósi þess að eðlilega ríkir mikið vantraust á alla gjörninga er lúta að einkavæðingu bankanna, hvort hann telji þá leið sem á að fara þá bestu eða hvort aðrar leiðir komi til greina og hvort þingmaðurinn telji mikilvægt að við náum að skapa eins opna umræðu og mögulegt er hér á Alþingi til að fyrirbyggja að vantraustið haldi áfram því að eðlilega er almenningur hræddur við að við séum að fara aftur í einkavæðingu svo stuttu eftir hið mikla fjármálahrun.

Mig langaði aðeins að heyra tilfinningu hv. þingmanns gagnvart því að mikilvægt sé að við náum að hafa þessa umræðu yfirvegaða en jafnframt eins gagnsæja og opna og mögulegt er, umræðuna um það hvernig ramma við ætlum að byggja utan um þessa mikilvægu gjörninga.